Enski boltinn

Bolasie að verða samherji Birkis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bolasie er á leið á Villa Park að láni.
Bolasie er á leið á Villa Park að láni. vísir/getty
Allt stefnir í það að Yannick Bolasie verði samherji Birkis Bjarnasonar hjá Aston Villa í ensku B-deildinni út tímabilið.

Everton vill losa sig við Bolasie sem hefur ekki staðið undir væntingum eftir að hann kom til félagsins frá Crystal Palace.

Nýr stjóri Everton, Marco Silva, hefur ekki verið hrifinn af því sem hann hefur séð frá Bolasie og nú stefnir allt í að hann fari að láni til Aston Villa út leiktíðina.

Bolasie var mættur í stúkuna í gær er Aston Villa gerði 2-2 jafntefli gegn Brentford á heimavelli. Villa jafnaði í uppbótartíma.

Líkur voru á að Bolasie væri á leið til Middlesbrough en eftir að Steve Bruce, stjóri Villa, sýndi honum áhuga eru meiri líkur á að hann velji að spila fyrir Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×