Enski boltinn

Hálf tómur blaðamannafundur því pirraður Mourinho mætti allt of snemma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho var ekki vel upplagður í dag
Mourinho var ekki vel upplagður í dag Vísir/Getty
Flest allt fjölmiðlafólk á Bretlandi sem ætlaði að mæta á blaðamannafund Jose Mourinho í dag missti af fundinum því Portúgalinn ákvað að mæta hálftíma of snemma á fundinn.

Manchester United hefur ekki byrjað neitt sérstaklega vel á tímabilinu og tapaði fyrir Brighton í síðustu umferð. Mourinho hefur lítið gert annað en að kvarta og kveina á blaðamannafundum allt frá því á undirbúningstímabilinu og fyrirsagnir blaðanna því verið eftir því.

Portúgalinn var greinilega ekki í sérstaklega góðu skapi í dag og var hann mjög stuttorður í svörum við þá fáu blaðamenn sem voru mættir á svæðið.

Upptöku frá fundinum má sjá á vefsíðu BBC.





Manchester United mætir Tottenham á mánudagskvöld í stórleik þriðju umferðarinnar.

Ef United tapar þeim leik og ef frammistaðan verður eins mikið gagnrýnd og hún var gegn Brighton gætu stuðningsmenn United farið að kalla eftir því að Mourinho verði rekinn.

Stuðningsmennirnir hafa nú þegar skipulagt að láta flugvél fljúga yfir Old Trafford með skilaboðin „Ed out“ og vitna þar í framkvæmdarstjórann Ed Woodward.

Úr textalýsingu blaðamanns BBC. Mourinho mætti allt of snemma og svaraði 13 spurningum á fjórum mínútumskjáskot/bbc



Fleiri fréttir

Sjá meira


×