Enski boltinn

Lloris tekinn undir áhrifum áfengis og biðst afsökunar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hugo Lloris fær sér vatnsopa.
Hugo Lloris fær sér vatnsopa. vísir/getty
Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham, hefur beðist afsökunar en hann var tekinn keyrandi á götum London undir áhrifum áfengis.

Þessi 31 árs gamli markvörður mun koma fyrir dómara í september en hann var stöðvaður snemma í morgun. Hann æfði ekki með Tottenham í dag sem mætir Man. Utd á mánudagskvöldið.

„Ég biðst afsökunar til fjölskyldu minnar, félagsins, samherjanna, stjórans og allra stuðningsmanna,” sagði Lloris í yfirlýsingu sinni.

„Að keyra undir áhrifum áfengis er ekki í lagi. Ég tek ábyrgð á gerðum mínum og þetta er ekki dæmið sem ég vildi setja.”

Tottenham sagði í dag að félagið myndi taka hart á málunum. Óvíst er hvort að franski heimsmeistarinn verði í markinu á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×