Enski boltinn

Sjáðu markasúpuna á Craven Cottage og sigurmark Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fimm mörk voru skoruð í fyrri hálfleik viðureignar Fulham og Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær. Chelsea er með fullt hús stiga eftir sigurmark á loka mínútunum gegn Newcastle.

Leikur Fulham og Burnley byrjaði af miklum krafti og settu bæði lið mark á fyrstu tíu mínútunum. Á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks komu þrjú mörk til viðbótar, Aleksandar Mitrovic skoraði tvö skallamörk með mínútu millibili.

Seinni hálfleikurinn var aðeins rólegri en Andre Schürrle skoraði eina mark hans og tryggði Fulham 4-2 sigur. Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli snemma leiks.

Í Newcastle voru bláklæddir leikmenn Chelsea lengi að finna marknetið. Eden Hazard braut ísinn á 76. mínútu úr vítaspyrnu en Joselu var ekki lengi að svara fyrir heimamenn eftir hræðilegan varnarleik David Luiz. Úrslit leiksins réðust á sjálfsmarki, DeAndre Yedlin fékk boltann í sig eftir skot Marcos Alonso og þaðan fór boltinn í netið.

Watford vann fyrsta heimasigurinn á Crystal Palace í níu ár og er með fullt hús eftir þrjár umferðir eins og Chelsea og Liverpool. Roberto Bereyra og Jose Holebas gerðu mörk Watford. Wilfried Zaha skoraði fyrir Palace og varð með markinu markahæsti leikmaður í sögu Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Öll mörkin og helstu atvik má sjá í klippunum með fréttinni.

Fulham - Burnley 4-2
Newcastle - Chelsea 1-2
Watford - Crystal Palace 2-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×