Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við fá því að prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir að staðgöngumæðrun, sem ísraelskt fyrirtæki ætlar að bjóða upp á hér á landi, brjóti ekki í bága við íslensk lög – en að erfitt geti verið að koma með barnið hingað til lands.

Við sýnum myndir frá helstu útihátíðum dagsins; Hinsegin dögum í Reykjavík, Fiskideginum mikla á Dalvík og matarhátíð á Skólavörðustíg.

Við tölum við Íslending sem gekk á Mont Blanc á sama degi og þrír ítalskir fjallgöngumenn sem létu lífið í óveðri.

Þá sýnum við myndir af farþegaflugvél, sem flugvallarstarfsmaður í Bandaríkjunum stal og hringsólaði á þar til hann brotlenti.

Við fjöllum líka um arfaeitrið Roundup, sem dómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að væri valdur að krabbameini hjá dauðvona manni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×