Enski boltinn

Schalke boðist leikmenn frá ellefu enskum félögum

Frá æfingu Schalke í vikunni.
Frá æfingu Schalke í vikunni. vísir/getty

Christian Heidel, yfirmaður knattspyrnumála hjá Schalke, segir að félaginu hafi boðist ellefu leikmenn frá Englandi undanfarnar vikur.

Schalke hefur verið orðað við leikmenn á borð við Danny Drinkwater, Ruben Loftus-Cheek og Danny Rose undanfarnar vikur en Heidel segir að þetta sé ekki rétt.

Ellefu félög hafa sett sig í samband við Schalke með leikmenn en Heidel segir að allir þessir leikmenn séu einfaldlega of dýrir fyrir Schalke.

Hann sagði þó á blaðamannafundi í dag að þeir vildu bæta við tveimur leikmönnum áður en glugginn í Þýskalandi lokar. Það er í lok ágúst mánaðar en ekki er víst að þeir nái tveimur inn fyrir þann tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.