Fótbolti

Þór/KA mætir liði Söru Bjarkar í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þór/KA fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrra.
Þór/KA fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. vísir/þórir

Íslandsmeistarar Þór/KA drógust á móti þýsku meisturunum í VfL Wolfsburg í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta en drátturinn fór fram í Nyon í dag.

Það var klappað í salnum þegar Wolfsburg liðið kom upp úr pottinum og kannski voru það fulltrúar Akureyrarliðsins í salnum.

Þór/KA var eitt sextán liða sem var í lægri styrkleikaflokki en meðal þeirra var líka Lilleström, nýtt lið Eyjakonunnar Sigríðar Láru Garðarsdóttur.

Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í þýska liðinu Wolfsburg eru mjög sterkir andstæðingar en liðið hefur unnið tvöfalt í Þýskalandi undanfarin tvö tímabil og komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta ári.

Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í sænska Rosengård mæta rússneska félaginu Ryazan-VDV.

María Þórisdóttir og félagar hennar í enska liðinu Chelsea mæta SFK 2000 frá Sarajevo í Bosníu.

Fyrri leikurinn verður spilaður á Akureyri 12. eða 13. september og sá seinni í Þýskalandi 26. eða 27. september.

Þór/KA á leiki í Pepsi-deildinni 17. september (Valur) og 22. september (Stjarnan) en þar er liðið í hörku baráttu um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á Ferencváros leikvanginum í Búdapest í Ungverjalandi 18. maí 2019.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.