Enski boltinn

Kane aflétti ágúst bölvuninni eftir rúmlega þúsund mínútur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane fagnar í gær. Nokkuð létt.
Kane fagnar í gær. Nokkuð létt. vísir/getty
Harry Kane skoraði eitt marka Tottenham í 3-1 sigri á Fulham í gærkvöldi en leikurinn var hluti af annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Lucas Moura kom Tottenham yfir áður en Aleksandar Mitrovic jafnaði fyrir Tottenham. Kieran Trippier kom Tottenham yfir og Harry Kane skoraði þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Mark Kane er merkilegt fyrir þær sakir því fyrir markið í gær hafði hann aldrei skorað mark í ensku úrvalsdeildinni í ágúst.

Það tók Kane fimmtán leiki, eða rúmlega þúsund mínútur eða 49 skot til þess að koma boltanum í netið í ágúst.

Gullskórinn af HM er því búinn að létta ágúst bölvuninni en Tottenham er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina. Góð byrjun þar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×