Enski boltinn

Mourinho benti á fjölmiðlafulltrúann er hann var spurður um Martial

Anton Ingi Leifsson skrifar
„Hún er þarna!"
„Hún er þarna!" vísir/getty
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Anthony Martial hjá Manchester United en honum og stjóra liðsins, Jose Mourinho, virðist ganga illa að vinna saman.

Martial yfirgaf herbúðir United í Bandaríkjunum þar sem liðið var í æfingarferð til þess að vera viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Hann er ekki enn kominn til baka og það virðist fara í taugarnar á Portúgalanum.

„Anthony Martial? Það er betra fyrir Kareni að svara þessu ef hún vill svara,” en Karen er fjölmiðlafulltrúi félagsins og var með Mourinho á fundinum.

„Við erum hérna til þess að tala um leikinn,” svaraði Karen og þar með var það útrætt í bili.

Síðar á fundinum barst þó talið aftur að Martial og hvort að hann myndi koma til baka og hitti United í Bandaríkjunum.

„Ég veit það ekki,” sagði Mourinho en þeir Phil Jones, Marcus Rashford og Romelu Lukaku hafa allir stytt sumarfrí sín til þess að koma fyrr til æfinga.


Tengdar fréttir

Martial farinn frá Bandaríkjunum

Anthony Martial, framherji Manchester United, hefur yfirgefið Manchester United í Bandaríkjunum þar sem liðið er í æfingaferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×