Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö fjöllum við um uppgjör Icelandair sem hefur tapað rúmlega sex milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs.

Við greinum líka frá nýjum tölum um slys í umferðinni sem má rekja til neyslu áfengis og anarra vímuefna. Þá fjöllum við áfram um sýknudóm Héraðsdóms Reykjaness yfir starfsmanni barnaverndar Reykjavíkur sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn fimm börnum en dómurinn var birtur í dag, tveimur sólarhringum eftir að hann var kveðinn upp.

Við fjöllum líka um búrkubannið í Danmörku og ferðamenn sem gleyma að þvo sér áður en þeir stinga sér til sunds í sundlaugum landsins. 

Hægt er að horfa á kvöldfréttir Stöðvar 2 í spilaranum hér fyrir neðan. Þær hefjast kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×