Enski boltinn

Reiknar ekki með Vardy og Maguire í fyrsta leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hvíla þessir í fyrsta leik?
Hvíla þessir í fyrsta leik? vísir/getty
Claude Puel, stjóri Leicester, reiknar ekki með að tveir af skærustu stjörnum liðsins verði klárir í slaginn þegar flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni eftir átta daga.

Leicester heimsækir Man Utd á Old Trafford á föstudaginn í næstu viku í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar.

Þeir Jamie Vardy og Harry Maguire eru enn í sumarfríi eftir að hafa tekið þátt á HM í Rússlandi en eru væntanlegir til móts við liðið á sunnudag. 

„Ég held að þeir muni ekki geta tekið þátt í fyrsta leiknum eftir að hafa aðeins æft með liðinu í fimm daga. Þeir eru mikilvægir fyrir okkur en við verðum líka að vernda þá.“

„Ef þeir telja sig vera tilbúna til að spila leikinn er það gott mál og sýnir viljann þeirra til að hjálpa liðinu. Vanalega þurfa menn meiri tíma en við skulum sjá til,“ segir Puel.

Maguire hefur verið orðaður við Man Utd í sumar en samkvæmt nýjustu fréttum er Man Utd búið að gefast upp á viðræðum við Leicester sem verðmetur varnarmanninn á meira en 60 milljónir punda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×