Enski boltinn

Man. United borgaði meiddum leikmönnum mest allra á síðustu leiktíð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð sinni hjá Manchester United.
Zlatan Ibrahimovic var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð sinni hjá Manchester United. Vísir/Getty
Flestir leikmenn meiddust hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en það var aftur á móti Manchester United sem þurfti að borga meiddum leikmönnum mest í laun á meðan þeir voru frá vegna meiðsla.

54 mismundandi meiðsli komu upp hjá Arsenal á keppnistímabilinu 2017-18 en Manchester United þurfti að greiða 23,3 milljónir punda til meiddra leikmanna eða meira en 3,2 milljarða íslenskra króna.

Alls þurftu félögin í ensku úrvalsdeildinni að greiða meiddum leikmönnum samtals 217 milljónir punda í laun eða meira en 30 milljarða íslenskra króna.





Upphæðin hækkaði talsvert frá tímabilinu 2016-17 þegar félögin greiddu meiddum leikmönnum 176,6 milljónir punda í laun.

Það voru samt færri meiðsli á síðasta tímabili, 663 á móti 735 tímabilið á undan, en það þýddi samt verulega hækkun á greiðslum til meiddra leikmanna.

Algengustu meiðslin á síðustu leiktíð voru tognanir aftan í læri en félögin þurftu að borga leikmönnum mest vegna hnémeiðsla enda þýða slík meiðsli að leikmennirnir eru lengi frá.

BBC birti í dag launakostnað félaganna til meiddra leikmanna. Listinn er hér fyrir neðan.

Greiðslur til leikmanna á meiðslalistanum 2017-18:

Manchester United    23,3 milljónir punda    37 meiðsli

Arsenal            19,3    54

Liverpool        16,2    44

Chelsea            16,0    38

Everton            15,9    35

Crystal Palace        15,8    35

West Ham        14,8    50

Manchester City        13,9    24

Watford            11,0    37

Tottenham        10,5    33

West Brom        8,0    34

Swansea            7,3    27

Burnley            7,0    26

Stoke            6,5    30

Leicester        6,0    30

Bournemouth        5,7    35

Southampton        5,1    25

Newcastle        4,5    24

Huddersfield        4,0    30

Brighton        3,0    15




Fleiri fréttir

Sjá meira


×