Enski boltinn

Mæta til leiks með engan fyrirliða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dan Smith er stjórinn í Brentford.
Dan Smith er stjórinn í Brentford. vísir/getty
Dan Smith er ekki þekktasti stjórinn. Hann er þjálfari Brentford í ensku B-deildinni og hefur nú tekið ansi athyglisverða ákvörðun.

John Egan var fyrirliði Brentford á síðasta tímabili en hann yfirgaf félagið í sumar til þess að ganga í raðir sinna gömlu félaga í Sheffield United.

Í kjölfar þess hefur Dan ákveðið að útnefna ekki neinn fyrirliða. Hann vill frekar að fleiri menn stjórni heldur að einn maður með bandið sé stjórnandinn.

„Þetta er eitthvað sem við höfum hugsað um lengi og höfum rætt um. Ég held að við þurfum að bera sameiginlega ábyrgð á fótboltanum,” sagði Smith við Youtube-síðu Brentford.

„Leikmennirnir geta útnefnt einhvern til þess að fara í byrjun leiks til dómarans. Ég veit fyrir víst að ég hef fimm til sex leikmenn sem geta verið fyrirliðar og mér finnst það ásanngjarnt að útnefna einn af þessum fimm eða sex.”

Brentford spilar sinn fyrsta leik á morgun er liðið mætir Rotherham á heimavelli en Rotherham kom upp úr C-deildinni á síðustu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×