Enski boltinn

Gylfi tekur við af Rooney og spilar númer tíu hjá Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spilar númer tiu hjá Everton á næstu leiktíð, eins og hjá íslenska landsliðinu.
Spilar númer tiu hjá Everton á næstu leiktíð, eins og hjá íslenska landsliðinu.
Everton hefur gefið út hvaða leikmenn spila í hvaða númerum tímabilið 2018/2019 en enska úrvalsdeildin hefst eftir tvær vikur.

Gylfi Sigurðsson var númer átján á síðustu leiktíð en í gegnum feril sinn hjá íslenska landsliðinu hefur hann spilað númer tíu.

Wayne Rooney spilaði númer tíu hjá Everton á síðustu leiktíð en nú er hann farinn til Bandaríkjanna. Gylfi fékk tíuna og spilar því númer 10 á næstu leiktíð.

Lucas Digne, nýjasti leikmaður Everton, spilar í búningi númer tólf en tólf er oftar en ekki númer markvarðar. Framherjinn Richarlison verður númer 30 en hann var númer ellefu hjá Watford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×