Enski boltinn

Guardiola hélt að Jorginho hefði samið við Man City

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jorginho valdi Chelsea fram yfir Man City
Jorginho valdi Chelsea fram yfir Man City vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Man City, hélt að félagið hefði náð að ganga frá kaupum á ítalska miðjumanninum Jorginho í sumar en hann gekk að lokum í raðir Chelsea.

„Við vorum nálægt því að fá hann en Jorginho ákvað að halda áfram að vinna með Sarri.“

„Ég hef sagt það áður að ég vil fá leikmenn sem vilja koma hingað. Hann vildi það ekki. Við reyndum og héldum að þetta væri frágengið en á síðustu stundu ákvað hann að fara til Chelsea,“ segir Guardiola.

Sama var uppi á teningum í janúar á þessu ári þegar allt virtist benda til þess að Alexis Sanchez væri að ganga í raðir Man City en hann samdi á endanum við Man Utd.

„Þetta er svipað og með Alexis Sanchez í janúar. Ekkert um þetta að segja og ég óska Jorginho góðs gengis hjá Chelsea. Enski boltinn hefur fengið frábæran miðjumann,“ segir Guardiola.



Chelsea og Man City mætast í Samfélagsskildinum á morgun klukkan 14:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×