Innlent

Átta þúsund manns á unglingalandsmóti í Þorlákshöfn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Gestir landsmótsins njóta þessa að sitja í brekkunni í blíðunni í Þorlákshöfn og fylgjast með keppninni.
Gestir landsmótsins njóta þessa að sitja í brekkunni í blíðunni í Þorlákshöfn og fylgjast með keppninni. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
„Hér eru á milli sjö og átta þúsund manns í blíðskaparveðri, sólin er komin og allir í hátíðaskapi eftir mikla rigningu í gær,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands þegar hún var spurð hvernig gengi á landsmótinu.

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ er alsæl með hvernig til hefur tekist með unglingalandsmótið.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Keppt er í um 20 greinum á mótinu. Öll aðstaða í Þorlákshöfn er til fyrirmyndar, stutt á keppnisvellina og á tjaldsvæðið.

„Við gætum ekki verið ánægðir með aðstöðuna, hún er frábær, svo ekki sé minnst á alla þá sjálfboðaliða sem aðstoða okkur við að gera mótið eins frábært og það er,“ bætir Auður Inga við.

Setningarathöfn mótsins sem var frestað í gærkvöldi vegna veðurs verður haldin í kvöld. Þá má nefna það að um 250 börn og unglingar hafa skráð sig í kökuskreytingakeppni unglingalandsmótsins sem verður haldin á morgun í Ráðhúsi Ölfuss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×