Sport

Fyrrum heimsmeistari í frjálsum lést í bílslysi í Kenía

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicholas Bett með gullið sitt frá 2015.
Nicholas Bett með gullið sitt frá 2015. Vísir/Getty

Nicholas Bett skrifaði nýjan kafla í sögu HM í frjálsum fyrir þremur árum en nú er þessi 28 ára gamli Keníamaður allur.

Nicholas Bett lést í bílslysi í heimalandi sínu í nótt. Fjölskylda hans og lögreglan á svæðinu hafa staðfest örlög Bett.

Nicholas Bett missti stjórn á bílnum sínum og hann fór útaf veginum og ofan í skurð. Hann lést á staðnum.

Bett var á leiðinni heim frá Afríkumótinu í frjálsum íþróttum sem fór fram fór í Nígeríu.Nicholas Bett varð heimsmeistari í 400 metra grindarhlaupi á HM í Peking árið 2015. Hann varð um leið fyrsti Keníamaðurinn til að vinna stutta hlaupagrein á alþjóðlegu stórmóti. Keníumenn hafa lengstum sérhæft sig í lengri hlaupunum.

Nicholas Bett kom í mark í Peking á 47,79 sekúndum en þetta var besta hlaup hans á ferlinum.

Hann náði ekki að fylgja þessu eftir og var dæmdur úr leik á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hann náði þó 8. sæti á Samveldisleikunum í ár þegar hann kom í mark á 51,00 sekúndu.

Nicholas Bett átti tvíburabróður sem keppti einnig í 400 metra grindarhlaupi. 
Former 400m hurdles champion Nicholas Bett on Monday night upon his arrival from Asaba, Nigeria where he ran his last race. #RIPNicholasBett #TheDailyBrief @eriknjoka pic.twitter.com/hSqi8QLKbxAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.