Enski boltinn

Chelsea staðfestir kaupin á dýrasta markverði sögunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kepa er kominn til Chelsea.
Kepa er kominn til Chelsea. vísir/getty
Chelsea hefur gengið frá kaupum á hinum 23 ára gamla markverði Kepa Arrizabalga en hann kemur frá Athletic Bilbao.

Chelsea seldi í kvöld Thibaut Courtois til Real Madrid og voru ekki lengi að finna arftaka hans en Kepa skrifar undir sjö ára samning við Chelsea.

Kaupverðið á Kepa er 71 milljón punda sem gerir hann að dýrasta markverði sögunnar. Liverpool átti metið er þeir keyptu Alisson í sumar á 66.8 milljónir punda.

Hann hefur spilað yfir 50 leiki í La Liga en einnig var hann í HM-hóp Spánverja í Rússlandi í sumar. Þar spilaði hann þó ekkert.

„Það voru margir hlutir sem ég heillaðist af. Allir titlarnir sem félagið hefur unnið, hinir leikmennirnir, borgin og enska úrvalsdeildin. Ég er þakklátur að Chelsea treysti mér,” sagði Kepa við heimasíðu Chelsea.

Hann verður sjötti spænski leikmaður Chelsea en allar líkur eru á að hann verði í markinu er Chelsea spilar gegn Huddersfield á laugardaginn í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Hver er þessi Kepa sem er orðinn dýrasti markvörður heims?

Hann var búinn að fara í gegnum læknisskoðun hjá Real Madrid fyrir átta mánuðum en Zinedine Zidane sagði nei takk. Vísir skoðaði aðeins betur hinn 23 ára gamla Baska sem er á leiðinni til Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×