Enski boltinn

City fær Hollending: Hlakkar til að dekka Aguero á æfingum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sandler bláklæddur í leik í hollensku úrvalsdeildinni.
Sandler bláklæddur í leik í hollensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Manchester City hefur gengið frá kaupum á hollenska miðverðinum Philippe Sandler. Ensku meistararnir staðfestu þetta í gærkvöldi.

Fjölmiðlar í Hollandi greina frá því að City hafi gengið frá kaupunum í janúar en þessu hafi verið haldið leyndu þangað til eftir tímabilið.

Kaupverðið er ekki nema rúmar tvær milljónir punda en hann kemur frá PEW Zwolle. Félagið hefur aldrei selt leikmann á hærri fjárhæð en miðvörðurinn er 21 árs.

Hann á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Hollands en hann getur einnig spilað sem varnarsinnaður miðjumaður. Hann kom til PEC frá akademíu Ajax fyrir tveimur árum.

„Besti stjóri í heimi er við stjórnvölinn þarna og hann getur kennt mér fullt. Það er einnig leikstíllinn sem heillar við City,” sagði Hollendingurinn.

„Ég nýt þess að horfa á þá og það er ekki bara vegna þess að ég er að ganga í þeirra raðir. Einnig hlakka ég til að dekka Sergio Aguero á æfingarsvæðinu.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×