Fótbolti

Neymar: Tek bröndurunum ekki illa

Einar Sigurvinsson skrifar
Neymar liggur á vellinum.
Neymar liggur á vellinum. Vísir/Getty
„Heldur þú að ég vilji vera tæklaður aftur og aftur? Nei, það er sársaukafullt,“ segir Neymar, en hann hlaut mikla gagnrýni fyrir að liggja mikið í grasinu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Neymar segir að þegar hann liggi á knattspyrnuvellinum sé hann raunverulega kvalinn.

„Eftir leiki það ég að liggja með klakapoka í fjóra til fimm klukkutíma. Þetta er flókið en ef þú hefur ekki upplifað þetta muntu aldrei skilja þetta.“

Mikið grín hefur verið gert af Neymar eftir mótið sem hann segist ekki taka hátíðlega.

„Ég sá brandarana, en ég tek þeim ekki illa.“

„Knattspyrnan sem ég spila felst í því að leika á andstæðinginn. Ég get ekki staðið fyrir framan hann og sagt „elskan mín, viltu hafa mig afsakaðan á meðan ég skora mark,“ ég get ekki gert það.“

„Ég verð að fara fram hjá honum. Ég verð að reyna að gera eitthvað sem hann vill ekki leyfa mér að gera og hann brýtur á mér. Oftar en ekki er ég fljótari og léttari en aðrir leikmenn sem tækla mig, til þess er dómarinn,“ segir Neymar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×