Fótbolti

Barcelona náði að stela Malcom af Roma

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Malcom í leik með Bordeaux á síðustu leiktíð.
Malcom í leik með Bordeaux á síðustu leiktíð. vísir/getty
Spænska stórveldið Barcelona hefur staðfest kaupin á brasilíska sóknarmanninum Malcom sem kemur til félagsins frá Bordeaux í Frakklandi þar sem hann hefur leikið undanfarið tvö og hálft ár.

Barcelona borgar ríflega 40 milljónir evra fyrir þennan 21 árs gamla Brasilíumann sem skoraði 12 mörk í Ligue 1 á síðustu leiktíð.

Malcom var á leið í flug til Rómar síðastliðið mánudagskvöld þar sem ítalska úrvalsdeildarliðið AS Roma hafði náð samkomulagi við Bordeaux en á síðustu stundu kom tilboð frá Barcelona sem var sömuleiðis samþykkt og steig Malcom því aldrei upp í flugvélina til Rómar.

Þess í stað flaug hann til Barcelona borgar í gær og gekkst undir læknisskoðun hjá Barcelona áður en hann undirritaði fimm ára samning við spænsku meistarana.

Rómverjar sitja eftir með sárt enniðEins og gefur að skilja eru Rómverjar hundfúlir með niðurstöðuna og hafa íhugað að leggja fram kæru á Barcelona.

Yfirmaður leikmannamála hjá Roma, Spánverjinn Monchi, fer yfir málið á myndbandi sem sjá mér fyrir neðan en þar kemur meðal annars fram að ekki hafi verið búið að undirrita samkomulag við Malcom skriflega og því ólíklegt að Roma aðhafist frekar í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×