Lífið

145 manna kór sló í gegn og fékk að launum gullhnappinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Verður spennandi að fylgjast með þessum 145 keppendum.
Verður spennandi að fylgjast með þessum 145 keppendum.
Kórinn Angel City mætti í áheyrnaprufu í America´s Got Talent á dögunum og sló einfaldlega í gegn.

Í kórnum eru 160 manns en 145 af þeim mættu í prufuna í Bandaríkjunum. Kórinn flutti lagið Baba Yetu við mikinn fögnuð í salnum.

Flutningurinn var svo góður að gestadómarinn Olivia Munn sá sig knúna til að ýta á gullhnappinn.

Hér að neðan má sjá flutninginn sjálfan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×