Enski boltinn

Leikmaður West Ham vekur áhuga Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Quina í leik með yngri landsliðum Portúgals.
Quina í leik með yngri landsliðum Portúgals. vísir/getty

Barcelona hefur sent einn af njósnurum sínum til Finnlands þar sem EM leikmanna nítján ára og yngri fer fram. Þar er leikmaður West Ham sem vekur athygli.



Sky Sports fréttastofan greinir frá því að Barcelona sé á höttunum eftir ungstirni West Ham, Domingos Quina, en Domingos er frá Portúgal.



Domingos og félagar í portúgalska landsliðinu eru komnir í undanúrslitin þar sem þeir mæta Úkraínu á morgun en þar verða njósnarar Barcelona.



Quina er á sínu síðasta ári á samningi sínum hjá West Ham en hann gekk í raðir West Ham er samningur hans við Chelsea rann út sumarið 2016.



Þýsku félögin Hoffenheim og Werder Bremen eru einnig sögð áhugasöm en West Ham er sagt vilja selja kappann á 600 þúsund pund.



Quina hefur verið frábær á EM og skoraði meðal annars glæsimark gegn Ítölum fyrr í vikunni. Spænski risinn hefur lengi verið á höttunum eftir Quina og ætlar nú að klófesta hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×