Enski boltinn

City nælir sér í átján ára miðjumann frá PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gomes í leik með yngri landsliðum Frakklands.
Gomes í leik með yngri landsliðum Frakklands. vísir/getty
Manchester City er búinn að næla sér í ungstirni en félagið staðfesti í dag að þeir hefðu samið við hinn átján ára Claudio Gomes.

Claudio varð átján ára á mánudaginn en hann hefur verið í yngri liðum PSG sem og yngri landsliðum Frakklands.

Hann náði ekki að spila leik fyrir aðallið PSG á síðustu leiktíð en talið er að City hafi samið við Gomes í janúar er leyfilegt var að byrja ræða við hann.

Gomes er lýst á heimasíðu City sem fljótum, sterkum og góðum tæklari sem er með góða yfirsýn og býr yfir miklli orku.

Hann er kominn til móts við City í æfingaferð í Bandaríkjunum. Þar gæti hann spilað sína fyrstu leiki er City mætir Liverpool og Bayern Munchen á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×