Lífið

Frikki Dór hitar upp fyrir Þjóðhátíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðrik Dór og Jón Jónsson í Herjólfsdal.
Friðrik Dór og Jón Jónsson í Herjólfsdal.
Þjóðhátíðin í Eyjum hefst í Keiluhöllinni á Laugardaginn en þá mun Friðrik Dór stíga á svið klukkan tíu og hita vel upp fyrir Verslunarmannahelgina.

Þar mun Frikki Dór leikir Þjóðhátíðarlagið í ár sem og alla hans helstu smelli.

Happyhour verður á barnum frá klukkan níu um kvöldið og Þjóðhátíðarpotturinn á sínum stað þar sem gestir geta unnið miða fyrir tvo i Dalinn og Herjólf, ásamt fullt af gómsætu og góðu dóti.

Friðrik Dór kemur fram á Þjóðhátíð ásamt Jóni Jónssyni en þeir sömdu Þjóðhátíðarlagið í ár.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×