Lífið

Corden stórkostlegur þegar hann kom fram með Backstreet Boys í Las Vegas

Stefán Árni Pálsson skrifar
Corden virðist geta allt.
Corden virðist geta allt.
Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden er vanur að taka upp á því að gera allskyns skemmtilega og frumlega hluti með gestum sínum.

Strákabandið ódauðlega Backstreet Boys kom fram í Las Vegas í vikunni og gerði Corden sér lítið fyrir og skellti sér upp á svið og tók þátt í flutningi þeirra á laginu Larger Than Life.

Það er skemmst frá því að segja að Bretinn var gjörsamlega stórkostlegur og hafði greinilega undirbúið sig mjög vel.

Hér að neðan má sjá þetta frábæra atriði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×