Fótbolti

Jóhann Berg spilaði í fyrsta Evrópuleik Burnley í 51 ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg í baráttunni í kvöld.
Jóhann Berg í baráttunni í kvöld. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Burnley sem gerði 1-1 jafntefli við Aberdeen í Skotlandi.

Leikurinn var fyrri leikur liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn er liður í annarri umferð forkeppninnar.

Þetta var fyrsti Evrópuleikur Burnley í 51 ár og það byrjaði ekki vel því Gary Mackay-Steven kom heimamönnum yfir úr vítaspyrnu á nítjándu mínútu.

Það var ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok er Sam Vokes jafnaði metin og tryggði Burnley mikilvæt útivallarmark fyrir síðari leikinn.

Liðin mætast aftur eftir viku á Turf Moor en mikið þarf að ganga á svo fari Burnley ekki áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×