Enski boltinn

Emery vill halda Ramsey en hann hugsar sér til hreyfings

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramsey æfir og spilar á fullu með Arsenal á meðan umboðsmaður hans og Arsenal reyna að ná samkomulagi.
Ramsey æfir og spilar á fullu með Arsenal á meðan umboðsmaður hans og Arsenal reyna að ná samkomulagi. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur trú á því að Aaron Ramsey verði áfram hjá félaginu þrátt fyrir sögusagnir um að hann sé á leið burt frá Emirates.

Ramsey talaði um það í vikunni að hann væri ekki viss um framtíð sína hjá félaginu en umboðsmaður hans er í samningaviðræðum við Arsenal sem ganga illa.

Ramsey, sem er frá Wales, á tólf mánuði eftir af samningi sínum hjá Arsenal en Emery vill halda miðjumanninum.

„Aaron er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og samningurinn er eitthvað fyrir félagið og leikmanninn. Fyrir mínar sakir þá vil ég að hann verði áfram, vinni með okkur og ná fram góðri frammistöðu.”

„Ég held að hann verði áfram hjá okkur,” bætti Emery við en Ramsey hefur mikið verið orðaður við Lazio. Hann ku ekki vera að stressa sig á stöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×