Enski boltinn

Real Madrid á eftir bæði Willian og Courtois

Dagur Lárusson skrifar
Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois. vísir/getty
Enski miðillinn Daily Mail greindi frá því í gær að Real Madrid sé að íhuga að koma með tvöfalt tilboð í leikmenn Chelsea, þá Willian og Courtois.

 

Courtois hefur verið orðaður við Real Madrid í allt sumar og hefur talað um það í fjölmiðlum að hann vill sjálfur fara þangað en sonur hans er búsettur í Madríd með móður sinni. 

 

Hinsvegar er það heldur nýtt á nálinni að Willian sé orðaður við Madrid en hann hefur verið orðaður við Barcelona og Manchester United í allt sumar.

 

Daily Mail segir að tilboð Real Madrid muni hljóða uppá 100 milljónir punda fyrir leikmennina tvo.

 

Það verður spennandi að fylgjast með gangi mála og hvar þessir leikmenn munu spila á næstu leiktíð.

 


Tengdar fréttir

Courtois: Hjartað mitt er í Madrid

Thibaut Courtois er með efstu nöfnum á óskalista Real Madrid og allt bendir til þess að flutningar til Spánar séu ofarlega á óskalista belgíska markvarðarins.

Courtois: Ég gæti verið áfram

Thibaut Courtois, markvörður Chelsea, segir að hann hann gæti verið áfram hjá Chelsea á næstu leiktíð þrátt fyrir allar sögusagnirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×