Skoðun

Ratcliffe góður gæi

Guðmundur Edgarsson skrifar
Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með uppkaupum breska kaupsýslumannsins Jims Ratcliffe á jörðum hér á landi upp á síðkastið. Tvennt ber að kætast yfir varðandi þau viðskipti.

Annað er, að sem fjárfestir hefur Ratcliffe notið óheyrilegrar velgengni, sem þýðir að honum hefur að jafnaði tekist að gera meiri verðmæti úr fjárfestingum sínum en aðrir. Með því móti hefur hann aukið verðmætasköpun og hagsæld umfram það sem ella væri. Fleiri græða á því en Ratcliffe einn.

Mun meiri möguleikar á arðsemi

Hitt er, að Ratcliffe er alþjóðlegur fjárfestir sem leikur stórt hlutverk í heimsviðskiptum. Að slíkur viðskiptajöfur vilji fjárfesta á Íslandi gefur fyrirheit um að viðskiptin muni leiða til alþjóðlegra tenginga og aukna möguleika til nýsköpunar og enn frekari fjárfestinga. Ratcliffe er beintengdur fjölda fjárfesta og fyrirtækja á mýmörgum sviðum um heim allan og því ljóst að möguleikar á aukinni arðsemi af fjárfestingum hans eru mun meiri en alla jafna fylgja fjárfestingum heimamanna.



Mismunum ekki eftir þjóðerni

Það er heldur ekki einfalt mál að mismuna evrópskum fjárfestum eftir þjóðerni. Slíkt brýtur í bága við EES-samninginn og því þyrfti að segja honum upp fyrst. Verði það gert má búast við sams konar takmörkunum á fjárfestingar og viðskipti Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Ljóst er að fáir hefðu hag af því.

Engin ástæða er til að óttast að Íslendingar muni búa við skarðan hlut ef stór hluti jarða lendir í höndum erlendra fjárfesta. Þeir þurfa að gangast undir sömu lög og íslenskir kaupsýslumenn og arður af fjárfestingum þeirra mun skila sér inn í samfélagið í formi atvinnusköpunar og annarra umsvifa. Alþjóðleg tengsl aukast svo og viðskiptatækifæri á alþjóðavísu. Íslendingar ættu því að kappkosta að mynda jarðtengingar við fleiri heimsklassa athafnamenn á borð við Ratcliffe.

Höfundur er kennari


Tengdar fréttir




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×