Bíó og sjónvarp

Hefja framleiðslu Downtown Abbey-kvikmyndar í sumar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Breska leikkonan Maggie Smith fór með hlutverk hefðardömunnar Violet Crawley í þáttunum.
Breska leikkonan Maggie Smith fór með hlutverk hefðardömunnar Violet Crawley í þáttunum. Mynd/Carnival Film Television

Tökur á kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downtown Abbey hefjast í sumar. Tilkynnt var um þetta á opinberri Facebook-síðu þáttanna í dag.

„Velkomin aftur í Downtown! Það gleður okkur að tilkynna að Downtown Abbey er á leið á hvíta tjaldið. Framleiðsla myndarinnar hefst í sumar,“ segir í tilkynningunni.

Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Rúmt ár er nú síðan gefið var grænt ljós á framleiðslu hennar, sem þó var alltaf þrungin nokkurri óvissu. Á meðal þess sem þurfti að huga að var að fá leikara þáttanna aftur saman og þá þurfti að galdra fram almennilegt handrit.

Þættirnir Downtown Abbey voru frumsýndir árið 2010 en sýningum var hætt árið 2015 eftir sex þáttaraðir. Ekki er enn ljóst hvaða meðlimir Crawley-fjölskyldunnar og þjónustuliðs þeirra snúa aftur í kvikmyndinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.