Fótbolti

Southgate: Gerum fáar breytingar á byrjunarliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gareth Southgate.
Gareth Southgate. vísir/getty
Englendingar spila í dag leikinn sem enginn vill komast í, bronsleikinn á HM. Þeir mæta Belgum í Sankti Pétursborg. Gareth Southgate ætlar ekki að gera margar breytingar á byrjunarliði sínu í leiknum.

Southgate vill að enska liðið endi HM á háu nótunum og taki bronsverðlaunin með sér heim. Meiðsli munu hafa einhver áhrif á uppstillingu hans en hann ætlar ekki að breyta byrjunarliðinu algjörlega líkt og í fyrri leik Englendinga og Belga á mótinu.

Í þeim leik, lokaleik riðlakeppninnar, voru bæði lið komin áfram fyrir leikinn og Sotuhgate gerði átta breytingar á byrjunarliði sínu.

„Allir vilja spila en stundum er ekk góð ákvörðun að spila leikmönnum sem eru ekki úthvíldir. Ég mun ekki stilla upp sama byrjunarliðnu en reyni að gera eins fáar breytingar og hægt er,“ sagði Southgate.

„Við erum mjög mótiveraðir að spila vel. Við eigum möguleika á að vinna verðlaun á HM, sem aðeins eitt enskt lið hefur gert í sögunni.“

Leikur Englendinga og Belga hefst klukkan 14:00 og verður í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×