Sport

Guðbjörg Jóna Íslandsmeistari í 200 metra hlaupi

Dagur Lárusson skrifar
Guðbjörg Jóna.
Guðbjörg Jóna. Vísir/Skjáskot
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kom fyrst í mark í úrslitum í 200 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum.

 

Guðbjörg Jóna hljóp á 23,89 sekúndum og var hún rétt á undan Tiönu Ósk sem tók annað sætið en hún hljóp á 24,37 sekúndum. Tiana Ósk varð Íslandsmeistari í 100 metra hlaupi í gær. Það var síðan Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir sem hafnaði í þriðja sæti.

 

Í sleggjukasti karla var það Hilmar Örn Jónsson sem vann öruggan sigur en hann kastaði lengst 64,21 metra sem er þó nokkuð frá hans besta. Vilhjálmur Árni Garðarsson var í öðru sæti og Axel Máni Steinarsson í þriðja sæti.

 

Vigdís Jónsdóttir vann í sleggjukasti kvenna en hún kastaði 58,59 metra sem var nýtt mótsmet. Í öðru sætinu var síðan Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem kastaði 50,80 metra og Rut Tryggvadóttir tók þriðja sætið en hún kastaði 43,43 metra. Þessi úrslit í sleggjukastinu þýða að bæði Hilmar og Vigdís verja Íslandsmeistaratitla sína.

 

Fleiri greinar eru í gangi þessa stundina en mótinu verður lokið um 17:00

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×