Innlent

Þarf að greiða gjöld af Cruiser

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Land Cruiser, þó örlítið nýrri útgáfa en sú sem um ræðir.
Land Cruiser, þó örlítið nýrri útgáfa en sú sem um ræðir. Toyota

Yfirskattanefnd (YSKN) staðfesti úrskurð Ríkisskattstjóra um að ekki skuli fella niður bifreiðagjöld af gömlum Toyota Land Cruiser. Deilt var um aldur bifreiðarinnar.

Í lögum er kveðið á um að ekki skuli greiða bifreiðagjöld af bifreiðum 25 ára eða eldri. Eigandi bifreiðarinnar sagði að hún væri árgerð 1993 en þá var hún fyrst skráð á götuna. Í bókum Samgöngustofu var hún hins vegar skráð árgerð 1994.

YSKN taldi ekki forsendur til annars en að byggja á skráningu Samgöngustofu. Kröfu um niðurfellingu gjaldsins var því hafnað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.