Fótbolti

Hierro: Ég sé ekki eftir neinu

Dagur Lárusson skrifar
Fernando Hierro.
Fernando Hierro. vísir/getty
Fernardo Hierro, þjálfari Spánar, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Spánverjum aðeins tveimur dögum fyrir mót þrátt fyrir að vera á heimleið.

 

Spánverjar fengu heldur betur skell rétt fyrir HM þegar þjálfari þeirra ákvað að taka við Real Madrid og var sagt upp sem landsliðsþjálfara nokkrum klukkutímum seinna og tók Hierro við liðinu í kjölfarið.

 

„Eins og allir Spánverjar, þá vorum við með miklar væntingar og stóra drauma og okkur líður svo illa yfir því að hafa ekki getað uppfyllt drauma allra þeirra sem sátu heima og horfðu.“

 

„Þetta var bara spurning um að vinna eða tapa, svo einfalt er það. Ég get sagt með fullvissu að við getum allir horft á hvorn annan og stutt hvorn anna. Leikmennirnir lögðu sig alla fram og fagmennska þeirra var til fyrirmyndar.“

 

„Það er mikið um sársauka í okkar herbúðum núna, bæði hjá leikmönnum og þjálfaraliðinu. Við vorum með markmið en við náðum ekki að standast það, þetta var hreinlega ekki okkar dagur. En ég hef undan engu að kvarta.“

 

„Ég gríp tækifærin þegar ég sé þau og þess vegna horfi ég ekki til baka. Þetta var staðan sem ég fékk, ég tók henni og þess vegna sé ég ekki eftir neinu.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×