Innlent

Sendiherrann í skýjunum með sænskan sigur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Håkan Juholt fagnaði ógurlega í leikslok þegar ljóst var að Svíar væru komnir með farseðilinn í átta liða úrslitin.
Håkan Juholt fagnaði ógurlega í leikslok þegar ljóst var að Svíar væru komnir með farseðilinn í átta liða úrslitin. Vísir/Vilhelm
Svíar eru komnir í átta liða úrslit á HM í knattspyrnu í Rússlandi eftir frækinn 1-0 sigur á Sviss í 16-liða úrslitum í dag. Sigrinum var fagnað í Svíþjóð en sömuleiðis á Íslandi, þar með talið á Ingólfstorgi þangað sem sænski sendiherrann á Íslandi boðaði stuðningsmenn þeirra gulu og bláu.

Emil Forsberg skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik þegar skot hans við vítateigslínu fór af varnarmanni Sviss og í netið. Heppnisstimpill yfir markinu en sigurinn var þó sanngjarn þar sem Svíar sóttu meira í leiknum og voru líklegri til þess að koma boltanum í netið.

Sendiherranum Håkan Juholt var létt þegar dómari leiksins, Slóveninn Damir Skomina, flautaði til leiksloka. Fögnuður hans var innilegur. Svíar að ná sínum besta árangri á stórmóti síðan 1994 þegar liðið nældi í bronsverðlaun. 

Frændur okkar mæta annaðhvort Englandi eða Kólumbíu í átta liða úrslitum en liðin tvö mætast klukkan 18 í dag.

Það er gaman að vera sænskur í dag.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×