Fótbolti

Pickford fékk svindlmiða á vatnsflösku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pickford faldi vatnsflöskuna sína vel. Skiljanlega, hún var útkrotuð hernaðarupplýsingum.
Pickford faldi vatnsflöskuna sína vel. Skiljanlega, hún var útkrotuð hernaðarupplýsingum. víris/getty
Jordan Pickford var hetja dagsins þegar Englendingar slógu Kólumbíu út í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi. Pickford varði vítaspyrnu frá Carlos Bacca í vítaspyrnukeppninni og hélt Englendingum í keppni.

Pickford undirbjó sig vel fyrir leikinn og mögulega vítaspyrnukeppni, en til þess að tryggja að honum myndi ganga vel fékk hann „svindlmiða“ á vatnsflösku fyrir vítaspyrnukeppnina.

Á flöskunni stóð hvar helstu spyrnumenn Kólumbíu settu boltann oftast þegar þeir tækju vítaspyrnur

Pickford sagði í viðtali eftir leikinn við Kólumbíu að aðeins Radamel Falcao hafi komið sér á óvart með spyrnu sinni.

Englendingar mæta Svíum í 8-liða úrslitunum á laugardag.


Tengdar fréttir

Englendingar unnu loks í vítaspyrnukeppni

Englendingar unnu vítaspyrnukeppni á HM í fyrsta skipti í sögunni og unnu leik í útsláttarkeppni í fyrsta skipti í tólf ár þegar þeir mættu Kólumbíu í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi.

Pickford: Vissum við myndum vinna þótt við færum í vítakeppni

England vann sína fyrstu vítaspyrnukeppni á HM í sögunni í kvöld. Jordan Pickford var hetja dagsins er hann varði frá Carlos Bacca í síðustu spyrnu Kólumbíu. Eric Dier skoraði svo úr síðustu spyrnu Englendinga og tryggði sigurinn.

Henderson: Pickford á inni hjá mér það sem eftir er

Jordan Henderson segir nafna sinn Jordan Pickford eiga inni hjá sér það sem eftir er fyrir að verja vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni Englendinga og Kólumbíu. Henderson misnotaði sína spyrnu í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×