Innlent

Hert landamæraeftirlit í Svíþjóð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins minnir á að vegabréf eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin, líka innan Norðurlandanna.
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins minnir á að vegabréf eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin, líka innan Norðurlandanna. fréttablaðið/pjetur
Þann 2. júlí síðastliðinn tóku stjórnvöld í Svíþjóð upp tímabundnar reglur um herta landamæragæslu. Allir þeir sem koma inn í landið þurfa nú að framvísa gildum skilríkjum að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Þetta á líka við um norræna ríkisborgara og þurfa þeir því að hafa við hönd gildandi vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini þar sem ríkisfang kemur fram.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins minnir á að vegabréf eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin, líka innan Norðurlandanna.

„Íslenskir ríkisborgarar sem lenda í vanda á ferðum sínum erlendis geta haft samband beint við sendiráð, ræðisskrifstofur og ólaunaða ræðismenn auk ráðuneytisins sem er með vaktsíma allan sólarhringinn í síma 545-9900,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×