Innlent

Íbúi að Funahöfða grunaður um íkveikju

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Húsnæðið að Funahöfða 17A.
Húsnæðið að Funahöfða 17A. vísir/pjetur
Maður sem grunaður er um íkveikju að Funahöfða 17A í nótt er laus úr haldi lögreglu og vegna veikinda kominn undir læknishendur að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrst var greint frá því á vef RÚV að maðurinn hefði verið handtekinn. Hann er íbúi í húsinu og var fyrst fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar áður en hann var handtekinn.

Að sögn Kristjáns miðar rannsókn lögreglu meðal annars að því hvort um almannahættubrot var að ræða.

Funahöfði 17A er iðnaðarhúsnæði en fjöldi fólks býr þó í húsinu í ósamþykktum leiguherbergjum. Meðal annars var fjallað um húsnæðið í sjónvarpsþættinum Brestum á Stöð 2 árið 2014 þar sem leigjendur lýstu meðal annars slæmum aðbúnaði í húsinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×