Fótbolti

Buffon búinn að semja við PSG

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gianluigi Buffon mun verða kynntur til sögunnar sem nýr leikmaður franska stórliðsins PSG næstkomandi mánudag eftir að hafa samþykkt samningstilboð franska félagsins.

Buffon á reyndar enn eftir að gangast undir læknisskoðun en samkvæmt heimildum franskra fjölmiðla verður hún framkvæmd í París í dag.

Þessi 40 ára gamli markvörður hefur fyrir löngu skráð sig á spjöld sögunnar og er af mörgum talinn einn besti markvörður sögunnar en hann ákvað að yfirgefa Juventus eftir sautján ára dvöl hjá ítalska stórveldinu.

Hann fær eins árs samning hjá PSG með möguleika á framlengingu um eitt ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×