Fótbolti

Hlutabréf í Juventus hækka í verði vegna orðrómsins um Ronaldo

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo skoraði fjögur mörk á HM í Rússlandi
Ronaldo skoraði fjögur mörk á HM í Rússlandi Vísir/getty
Cristiano Ronaldo hefur verið sterklega orðaður við Juventus í vikunni. Orðrómurinn hefur haft nokkur áhrif á ítalska félagið en hlutabréf þess hafa risið gífurlega.

Hlutabréf í Juventus hafa risið svo mikið að ítalski verðbréfamarkaðurinn bað félagið um að gefa út tilkynningu vegna málsins. Verð hlutabréfanna hoppaði upp um 11,19 prósentustig á fimmtudag og önnur 7 á föstudag.

Á forsíðu spænska blaðsins Marca í gær var því haldið fram að Ronaldo hafi nú þegar lofað formanni Juventus, Andrea Agnelli, að hann myndi koma til félagsins.

Spænskir fjölmiðlar segja Real Madrid vilja að Ronaldo komi fram opinberlega og tilkynni að hann vilji fara áður en tilboðið í hann verði samþykkt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×