Fótbolti

Sumarmessan: Er sænska liðið betra en það íslenska sem vann England 2016?

Einar Sigurvinsson skrifar
Dynamo þrasið var á sínum stað í Sumarmessunni í gærkvöldi. Benedikt Valsson stýrði þrasinu en með honum í þættinum voru þeir Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson.

Í Dynamo þrasinu eru þrjá málefni rætt til hlítar og í þetta skiptið voru það hugsanleg félagaskipti Cristiano Ronaldo, yfirburðir Evrópu á heimsmeistaramótinu og munurinn á Svíum í ár og Íslendingum fyrir tveimur árum sem tekist var á um.

„Nei þeir eru ekki betri, við vorum betri 2016. Það er enginn Gylfi Sigurðsson í þeirra liði, það er enginn Kolbeinn Sigþórsson. Granqvist betri en Raggi? Nei. Ég myndi segja að Englendingarnir séu að fara að mæta slakara liði,“ sagði Hjörvar Hafliðason varðandi muninn á Svíum og liði Íslands árið 2016.

Umræðuna má sjá hér að ofan í sjónvarpsglugganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×