Innlent

Daufasti júní á þessari öld að mati veðurfræðings

Hersir Aron Ólafsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa
Júnímánuður sem nú líður er líklega sá daufasti á þessari öld að mati veðurfræðings. Deildarstjóri í Nauthólsvík segir íssölu og sólböð fara hægt af stað í sumar en daginn fer senn að stytta á ný. Sumarsólstöður eru í dag klukkan 22:07. Sólarglætan sem sást í Reykjavík í gær dugði skammt en í dag hefur verið rok og rigning.

„Já þetta er nú kannski svona sá daufasti sem við höfum fengið á allavega þessari öld. Við fengum nokkra svona daga þar sem að sólin skein hérna í Reykjavík og bara um allt land í 17,6 klukkustundir. Það er tæpur þriðji partur af öllu sólskini sem mælst hefur í mánuðinum,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Veðrið virðist lítil áhrif hafa á tónlistargesti Secret Solstice hátíðarinnar sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag en yfir 14.000 miðar hafa verið seldir á hátíðina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×