Innlent

Ekki leyfilegt að taka með sér vökva eða flugnasprey inn á Fan-zone

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stuðningsfólk íslenska landsliðsins.
Stuðningsfólk íslenska landsliðsins. Vísir/EPA
Aðdáendur landsliðsins þurfa að hafa í huga í dag að ekki er leyfilegt að taka með sér vökva inn á Fan-zone í Volgograd. Allur vökvi verður tekinn af fólki við öryggisleit samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Það sama á einnig við um flugnasprey og moskítófælur.

„Við höfum fengið þau ráð frá heimafólki að til að verjast flugunni dugi vel að setja vanilluduft í hárið og nudda því í hársvörðinn. Blanda því við venjulegt rakakrem - nú eða sólarvörnina - og nudda vel á andlit, hendur og aðra óhulda líkamsparta.”

Ríkislögreglustjóri minnir fólk á að það verði heitt í dag og því mikilvægt að drekka vel af vatni og að bera á sig sólarvörn.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×