Fótbolti

„Ísland hættir aldrei að koma mér á óvart“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck með Kára Árnasyni.
Lars Lagerbäck með Kára Árnasyni. Vísir/Getty
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregis, talar mjög vel um íslenska fótboltalandsliðið í viðtali við Independent í dag.

Íslenska landsliðið getur stigið stórt skref í átta að sextán liða úrslitunum á HM með sigri á Nígeríu í dag.

„Ísland hættir aldrei að koma mér á óvart. Þeir eru í það minnsta jafngóðir í dag og þegar ég var að vinna með þeim,“ sagði Lars Lagerbäck við Independent.

„Núna eru þeir komnir með meiri reynslu og hafa bæði líkamlegan og andlegan styrk. Þeir eru með eitt skipulagðasta liðið og með því eiga þeir alltaf möguleika á móti sigurstranglegri liðum,“ sagði Lagerbäck.

Lagerbäck hefur líka þjálfað landslið Nígeríu sem hann fór með á HM í Suður-Afríku árið 2010.

„Nígería er algjör andstaða Íslands. Þar snýst allt meira um einstaklingsframtakið. Þeir eiga samt möguleika. Roland Andersson, sem ég hef unnið með, hefur verið að leikgreina nígeríska landsliðið og hann telur að þeir séu með marga mjög góða leikmenn. Íslenska liðið þarf að vera á tánum og líka þótt að Nígeríumenn eigi ekki sinn besta leik,“ sagði Lagerbäck.

Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í 52 landsleikjum og liðið vann 21 þeirra eða 40,4 prósent leikjanna.

Lagerbäck stýrði landsliði Nígeríu í 7 landsleikjum og liðið vann 2 þeirra eða 29,8 prósent leikjanna. Nígeríumenn töpuðu hinsvegar ekki í 71,4 prósent leikja sinna undir stjórn Svíans (2 töp í 7 leikjum).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×