Formúla 1

Hamilton tók forystu með sigri í Frakklandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lewis Hamilton
Lewis Hamilton vísir/getty
Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar sem fram fór í Le Castellet í Frakklandi í dag.

Um var að ræða fyrstu Formúla 1 keppnina í Frakklandi í tíu ár.

Hamilton var á ráspól og hélt fyrsta sætinu frá upphafi til enda. Max Verstappen á Red Bull og Kimi Raikkonen á Ferrari komu í næstu sætum á eftir.

Valtteri Bottas, liðsfélagi Hamilton á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari eru í baráttu við Hamilton í keppni ökumanna en þeir lentu í samstuði á fyrsta hring í Frakklandi í dag. Vettel náði að vinna sig upp og endaði í fimmta sæti

Hamilton er kominn með fjórtán stiga forystu í keppni ökumanna en Vettel er í öðru sæti. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×