Innlent

Vegagerðin varar við vindi

Tómas G. skrifar
Ökumenn ættu að hafa varann á.
Ökumenn ættu að hafa varann á. Vísir
Vegagerðin segir fulla ástæðu til að hafa varann á vegna vinds framan af deginum í dag. Gul stormviðvörun er í gildi á eystri hluta landsins.

Einnig segir að sandfok verði á Mývatns- og Möðrudalsöræfum í fyrramálið og fram yfir miðjan dag. Þá verður stormur og varasamir byljir norðaustan- og austanlands fram eftir degi. „Sérstaklega er varað við streng í VNV-áttinni á Vatnsskarði eystra,“ segir Vegagerðin.

Ekkert ferðaveður er um austanvert land fyrir bíla sem taka á sig mikinn vind. Fólk er beðið um að huga að lausum munum og sýna varkárni, en tjöld, garðhúsgögn og trampólín geta fokið. Einnig má búast við sandfoki. Þessu veldur lítil lægð sem fer allhratt yfir landið, veðurspá getur því breyst hratt og mikilvægt að fylgjast með veðurspám.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×