Fótbolti

Lampard trúir því að England geti unnið HM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lampard lék 106 A-landsleiki fyrir England.
Lampard lék 106 A-landsleiki fyrir England. vísir/getty
Frank Lampard, fyrrum leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir hönd landa sinna á HM í Rússlandi og telur England geta farið alla leið.

England er með fullt hús stiga og sex mörk í plús í markatölu eftir fyrstu tvo leikina gegn Túnis (2-1) og Panama (6-1). Þeir mæta svo Belgum í lokaleik riðilsins í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins.

„Ég sé ekki afhverju við ættum að vera neikvæðir. Liðið hefur sýnt það með frammistöðu sinni. Þið sjáið hæfileikana í þessum hópi og hvernig þeir eru að spila.“

„Afhverju ættum við að útiloka að við getum farið alla leið? Ég er ekki að fara fram úr mér,“ segir Lampard sem þekkir það vel að vera á stórmóti með Englandi en hann var í enska hópnum á HM 2006,2010 og 2014.

„Leikmenn taka einn leik fyrir í einu og vinna dag frá degi; þannig virkar það á stórmótum. Við sem erum fyrir utan getum rætt hlutina og ég segi að þetta lið hefur alvöru möguleika á að vinna keppnina.“

„Gareth Southgate á mikið hrós skilið. Hann hefur skapað sér mikla möguleika taktískt séð. Hann hefur breytt taktinum í liðinu verulega. Við höfum marga möguleika þegar við erum með boltann af því að við erum ekki að spila hefbundið 4-4-2 eins og við gerðum í mörg ár,“ segir Lampard sem tók nýverið við stjórastarfi hjá Derby County.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×