Körfubolti

Blikar halda áfram að safna liði

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bjarni Geir Gunnarsson
Bjarni Geir Gunnarsson Körfuknattleiksdeild Breiðabliks
Nýliðar Breiðabliks hafa verið virkir á leikmannamarkaðnum og virðast hvergi nærri hættir að sækja nýja leikmenn fyrir átökin í Dominos deildinni á komandi leiktíð.

Í gær var greint frá því að Bjarni Geir Gunnarsson hefur komist að samkomulagi við uppeldisfélag sitt en hann var síðast á mála hjá Stjörnunni.

Bjarni Geir er fæddur árið 1995 en hann var lánaður til Gnúpverja í 1.deildinni á síðustu leiktíð. 

Pétur Ingvarsson tók við stjórnartaumunum í Kópavogi á dögunum og á undanförnum vikum hefur liðið samið við Hilmar Pétursson, Snorra Hrafnkelsson og Arnór Hermannsson.


Tengdar fréttir

Hilmar til liðs við Blika

Hilmar Pétursson mun spila með Breiðabliki á komandi tímabili í Domino's deild karla. Hann kemur til liðsins frá uppeldisfélaginu Haukum.

Arnór gengur til liðs við Blika

Breiðablik verður nýliði í Domino's deild karla á næsta tímabili. Liðið hefur safnað að sér leikmönnum á síðustu dögum og í dag samdi Arnór Hermannsson við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×