Fótbolti

Bölvun heimsmeistaranna nógu öflug til að fella Þjóðverja í fyrsta sinn frá 1938

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Müller gat ekki haldið aftur af tárunum í leikslok.
Thomas Müller gat ekki haldið aftur af tárunum í leikslok. Vísir/Getty
Heimsmeistarar Þjóðverja eru á heimleið af HM eins og við Íslendingar. Þýska landsliðið tapaði lokaleiknum sínum 2-0 og komst ekki í sextán liða úrslitin á HM í Rússlandi.

Þetta er þriðja heimsmeistarakeppnin í röð og sú fjórða af síðustu fimm þar sem heimsmeistararnir detta úr leik í riðlakeppninni.

Bölvun heimsmeistaranna eru orðin svo sterk að hún felldi Þjóðverja sem höfðu fyrir þetta mót komist í gegnum fyrstu umferð á öllum heimsmeistaramótum síðan á HM 1938.





Engin þjóð hefur náð að verja heimsmeistaratitil sinn síðan að Brasilíumenn unnu HM 1958 og 1962. Það breytist ekki á þessu heimsmeistaramóti.

Þýska landsliðið tapaði 2 af 3 leikjum sínum í riðlinum og enda í neðsta sæti. Þeir fengu á sig fjögur mörk en skoruðu aðeins tvö mörk sjálfir.

Bæði Mexíkó og Suður-Kórea unnu þýsku heimsmeistaranna og héldu líka hreinu á móti þeim.







 

Germany finished with 2 goals at this tournament, its fewest ever at a single #WorldCup.#GER conceded 4 goals at this #WorldCup after conceding just 4 in the entirety of the 2014 World Cup. #GER conceded 4 goals in a single #WorldCup Group Stage for the first time since 1986 pic.twitter.com/d0ECg6k3h4

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×